Að stíga fyrstu skrefin inn í heim hugleiðslunnar

meditation

Þegar taka á fyrstu skrefin í hugleiðslu getur það verið smá ruglingslegt. Hugleiðsla getur nefnilega líka verið ruglingsleg fyrir þá sem hafa stundað hana í þó nokkurn tíma.
Hugleiðsla er sögð hafa verið iðkuð í þúsundir ára, og í dag þekkja allir að minnsta kosti einn sem hugleiðir. Vegna aldur sinnar hefur iðkun hennar þróast á mjög mismunandi vegu og því gott að hafa nokkur atriði í huga áður en halda skal af stað.

1. Hugleiðsla er náttúruleg athöfn í huga einstaklings, en ekki framandi og menningarleg athöfn frá austurlöndum.

2. Þú þarft ekki möntru til að hugleiða (en þú mátt hafa hana með ef þú vilt).
Það virðist vera algengur misskilningur að fólk rugli möntru saman við lífsmottó. En orðið sjálft “mantra” hefur í rauninni aðra meiningu. Fyrri hluti orðsins, Ma, þýðir á okkar tungumáli hugur og tra, þýðir ökutæki. Svo í raun stendur mantra fyrir tæki sem við getum notað í hugleiðslu til að koma okkur í leiðsluna eða þá til að halda okkur inni í henni. Sumar tegundir hugleiðslu notast við hluti líkt og hljóð, talningu á andardrætti okkar eða jafnvel bara andardráttinn sjálfann á svipaðann hátt og mantra er notuð. Önnur leið til að líta á möntru er eins og akkeri hugans sem dregur þig til baka þegar hugurinn fer á reik.

3. Ekki búast við að hugurinn þinn verði tómur.
Það er stór misskilningur um hugleiðslu að hugur þinn verði auður og þú náir frábærri Zen- meðvitund á meðan þú iðkar hana. Svo er ekki raunin og þarftu því ekki að eyða orku þinni í að ýta öllum hugsunum sem koma til þín í burtu. Það er eðli hugans að fara frá einni hugsun í aðra. Það er síðan mismunandi eftir tegund hugleiðslunnar sem þú ert að stunda hvaða verkfæri þú hefur í höndunum til að hjálpa hugsunum þínum að einbeita sér að æfingunni. Sumar hugleiðslur leggja í raun áherslu á að vera til staðar og taka eftir þeim hugsunum sem koma upp í hugann.
4. Hugleiðsla snýst um að sameina hug, líkama og sál í eina heild, ekki þrjá aðskilda hluti.

5. Það er engin ein stelling rétt á meðan hugleiðsla er iðkuð.
Krosslagðar fætur og með hendur á hnjám er ekki eina rétta líkamsstaðan. Það að líða vel á meðan á þessu stendur er mun mikilvægara. Algengast er að sitja uppréttur, en ekki er mælt með því að leggjast. Þá munum við flest öll bara sofna góðum svefni.

6. Hafandi sagt þetta síðasta hér fyrir ofan, þá er einnig í góðu lagi að sofna.
Þrátt fyrir að það sé ekki endilega markmið okkar að sofna í hugleiðslunni þá er í lagi að detta aðeins út. Í raun eru margir sem segja að svefn sem næst í hugleiðslu sé virkilega endurnærandi fyrir líkama og sál.

7. Hugleiðsla hefur mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks.
Til að mynda getur hugleiðsla styrkt ofnæmiskerfið, minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu, minnkað blóðþrýstinginn, bætt svefninn og aukið vellíðan.

8. Hugleiðsla afhjúpar hið sanna sjálf sem liggur innra með okkur öllum.

9. Það að hafa ekki tíma fyrir hugleiðslu er ekki afsökun sem þú vilt segja þér.
Þó svo að sumir hugleiði allt upp í 20 mínútur tvisvar á dag eru margir aðrir (og í raun bara flestir venjulegir Jónar og Jónur) sem hugleiða í 5 til 10 mínútur á dag og láta það nægja. Það er minni tími en við notum til að flétta niður news feedið á facebook eða Instagram til að skoða myndir af öðru fólki. Sumir stilla klukkuna sína 10 mínútur fyrr á morgnana og ná smá hugleiðslu þá, á meðan aðrir gera þetta yfir vinnudaginn sinn. Það er hægt að líkja þessu við að tannbursta sig. Þú gerir það kannski ekki á sama tíma á hverjum morgni, en þú passar þig að minnsta kosti á því að gera þetta áður en þú yfirgefur húsið. Þegar þú finnur kostina við það að hugleiða, þá verður þetta partur af rútínunni sem ekki verður hægt að sleppa.

10. Þú heldur kannski að þú sért ekki að gera þetta rétt í fyrsta sinn sem þú hugleiðir.
…eða jafnvel í annað eða þriðja sinn. En það er allt í lagi. Þetta er æfing sem þú æfir þig í eins og allt annað sem fólk stundar. Þú ætlast varla til að fá six-pack eftir einungis einn dag í ræktinni er það? Af hverju ætti hugleiðsla að vera eitthvað öðruvísi?

Það munu koma dagar þar sem þér leiðist hugleiðslan, þú ert með hnút í maganum á meðan á henni stendur því þú vilt klára þetta af, nærð engri einbeitingu og hugurinn þinn er á um það bil 30 öðrum stöðum á sama tíma. Það er allt í lagi. Við erum ólík á milli daga og sumir dagar eru bara ekki að vinna með okkur. Þá gengur betur næst. Ekki gefast upp!


Join the Conversation